Frá og með Mánudeginum 30. mars, mun Flybus tímabundið hætta akstri til/frá Keflavíkurflugvelli.

Rútuferðir milli Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur

Alltaf laus sæti

Ókeypis, þráðlaust
Internet í rútum

Tekur aðeins
45 mínútur

Spurt og svarað

Hér getur þú fundið lista yfir algengar spurningar um Flybus-þjónustu okkar og svör við þeim.

Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu, endilega sendu okkur línu á main@re.is

Þjónustuverið er opið frá kl. 07:00 til 23:00 alla daga vikunnar.
Símanúmerið er 580-5400

Fluginu mínu seinkar, mun ég missa af Flybus-rútunni?

Nei, Flybus ekur í tengslum við allar komur, líka þegar um seinkun er að ræða. Flybus leggur af stað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar 35-40  mín. eftir lendingu hvers flugs.

Flugið mitt lendir seint um nótt. Get ég samt tekið Flybus?

Já, Flybus ekur í tengslum við allar komur farþegaflugvéla, þ.e. allan sólarhringinn. Flybus leggur af stað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar 35-40 mín. eftir lendingu hvers flugs.

Hvernig virkar Flybus+?

Flybus+ keyrir frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sérmerktum rútustoppistöðvum, hótelum og gistiheimilum í Reykjavík. Ef keyptur er Flybus+ (return) miði, þá er farþeginn sóttur á sérmerktar rútustoppistöðvar, hótel og gistiheimili á fyrir fram ákveðnum tíma og keyrður á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamenn fara í venjulegri rútu frá flugvellinum en verða að skipta í minni rútur á BSÍ, þaðan er þeim skutlað á sinn stað. Þegar farið er af landi brott, eru þeir sóttir á minni rútum og þurfa að skipta á BSÍ. Ef farþegi vill vera sóttur fyrir flug, verður að bóka það kvöldið áður, annað hvort með því að hringja í 580-5400 eða fá starfsfólk hótelsins til þess að gera það.

Get ég breytt Flybus-bókuninni minni eftir að ég hef bókað á netinu?

Til að breyta Flybus-bókun þarf að senda tölvupóst á netfangið main@re.is og þarf bókunarnúmerið að fylgja með. Einnig er hægt að hringja í 580 5400.

Er afsláttur ef keyptar eru margar ferðir í einu?

Já við bjóðum uppá 10 skipta Flybus kort í afgreiðslu okkar á BSÍ.
Greitt er fyrir 8 ferðir.