Fyrirtækið

Við rekum eitt stærsta hópferðafyrirtæki landsins og eigum rútur af öllum stærðum og gerðum.

STARFANDI Í 50 ÁR

Kynnisferðir voru stofnaðar árið 1968 og fyrirtækið heldur því upp á 50 ára afmælið í ár.

UMHVERFISMÁL

Kynnisferðir eru stolt af því að vera eitt af fyrstu fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi til að hljóta ISO14001 umhverfisvottun frá British Standard Institute (BSI). ISO14001 staðallinn nær til alls fyrirtækisins og varðar alla starfsemi þess. Lögð er áhersla á sem besta nýtingu auðlinda og að stuðla að sjálbærni. Fyrirtækið er einnig með vottanir frá Vakanum, bæði i umhverfis- og gæðamálum. Vakinn er opinbert gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Markmið þess er að auka gæði og öryggi ferðaþjónustunnar með samræmingu..

Snemma árs 2017 tók Reykjavik Excursions, ásamt 300 öðrum ferðaþjónustufyrirækjum, þátt í metnaðarfullu verkefni þar sem ákveðið var að bæði efla og kynna ábyrga ferðaþjónustu. Markmiðið er að auglýsa Ísland sem ákjósanlegan áfangastað með því að stuðla að sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir Íslendinga. Markmiðin eru meðal annars að virða náttúruna, ábyrgjast öryggi ferðamanna, virða réttindi starfsfólks og hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Við höfum yfir að ráða einum stærsta hópbifreiðaflota Íslands og erum með margar stærðir bifreiða sem geta komið þér á marga af fallegustu stöðum Íslands.  Í öllum okkar rútum er hægt að tengjast ókeypis, þráðlausu Interneti  .

Reykjavik Excursions hefur starfrækt Flybus-rútuna síðan 1979 en Flybus hefur um árabil verið meginleið farþega á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Áætlunarferðir Flybus eru í samræmi við allar komur og brottfarir en við leggjum áherslu á að veita þeim sem sækja Ísland heim bestu mögulegar tengingar við áfangastaði sína.

Ísland er frægt fyrir náttúrufegurð og bjóðum við upp á dagsferðir til margra af fallegustu og frægustu staða landsins. Ef þú hefur einhverjar séróskir, þá mun einn af sölufulltrúum okkar hjálpa þér við að setja saman sérútbúna ferð sem inniheldur allt það sem þú vilt. Ef þú vilt meiri sveigjanleika þá gæti Iceland On Your Own rútukerfið hentað þér. Þess fyrir utan, rekum við City Sightseeing Hop-On – Hop-Off rúturnar í Reykjavík, þar sem hægt er að skoða helstu staði borgarinnar. Eins rekum við Enterprise Rent-A-Car bílaleiguna, sem býður upp á nýja bíla af öllum gerðum á hagstæðu verði.

Við hlökkum til að þjónusta þig á einni af söluskrifstofum okkar; BSÍ í Reykjavík eða á Flugstöð Leifs Eiríkssonar.