Skilmálar

Skilmálar og aðrar hagnýtar upplýsingar

Bókanir
Ekki er hægt að tryggja sæti í ferð nema búið sé að bóka með a.m.k. 1 klst. fyrirvara.

Flugrútan – Flybus+
Reglulegar áætlunarferðir Flugrútunnar eru frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ.
Flybus+ stendur farþegum til boða frá fyrirfram ákveðnum stoppistöðvum og völdu hótelum og gistiheimilum í Reykjavík gegn gjaldi.

Reykjavik Excursions – Kynnisferðir líta svo á að ferðatöskur eru gerðar til að vernda innihald þeirra. Við venjulega meðhöndlun og notkun er óhjákvæmilegt að ferðatöskur láti á sjá. Fyrirtækið tekur ekki ábyrgð á minniháttar skemmdum og rispum né heldur á útdraganlegum höldum, hjólum og ólum.

Upptíningur og skil á farþegum í dagsferðum
Upptíningur fer fram á minni bílum og hefst 30 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma ferðar. Farþegar eru beðnir um að vera tilbúnir á réttum tíma, á fyrirfram ákveðnum stoppistöðvum og völdum hótelum og gistiheimilum sem sótt er á. Allar dagsferðir leggja af stað frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ.
Skil á farþegum hefst þegar ferð lýkur eða þegar komið er til Reykjavíkur. Vinsamlega athugið að ekki er alltaf hægt stoppa beint fyrir framan gististað, slíkt ræðst af utanaðkomandi aðstæðum (þröngum götum, stærð bíls í ferð, gatnaviðgerðum o.s.frv.).

Komutímar
Komutímar miðast eingöngu við dagsferðir með leiðsögn og er upptíningur og skil á farþegum ekki innan þeirra tímamarka. Komutímar geta verið breytilegir yfir hörðustu vetrarmánuðina vegna veðurskilyrða.

Innifalið
Aðgangur að söfnum og sýningum er innifalinn nema annað sé tekið fram.

Undanskilið
Málsverðir og hressing er ekki innifalið nema það sé sérstaklega tekið fram. Í öllum dagsferðum er stoppað við veitingastað til að farþegar geti keypt sér veitingar, ef þeir vilja.

Verð
Verð ferða og annarar þjónustu er háð gengissveiflum og breytingum hjá þriðja rekstraraðila.

Tungumál
Leiðsögn í dagsferðum er á ensku. Í sumum tilfellum getur leiðsögn einnig verið á frönsku, skandinavísku, spænsku eða þýsku.

Klæðnaður
Farþegar eiga að vera í góðum gönguskóm og vera hlýlega klæddir í dagsferðum allt árið. Náttúruskoðun er stór hluti af dagsferðum og oft er farið í stutta gönguferðir til að njóta þess em umhverfi býður upp á.

Matur og drykkur
Neysla matar er takmörkuð við kex, súkkulaði og flögur t.d. Eingöngu má neyta drykkja sem eru í ílátum með loki.

Ábyrgð
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir áskilja sér rétt til breytinga á dagsferðum, akstursleiðum og tímaáætlunum án fyrirvara, ef svo ber undir. Engin ábyrgð er tekin á seinkunum eða breytingum í flugi eða annarri þjónustu, meiðslum, veikindum, slysum, verkföllum, skemmdum, vanrækslu, veðri. stríði eða öðrum orsökum sem Reykjavik Excursions – Kynnisferðir hefur ekki stjórn á. Kostnaður af slíku er á ábyrgð farþega.

Afbókanir
Hægt er að afbóka ferð án kostnaðar sé það gert með a.m.k. 24 klukkustunda fyrirvara. Afbókanir sem berast innan þeirra tímatakmarkana verða innheimtar að fullu.

Afsláttur fyrir börn
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á afslátt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Afsláttur fyrir börn í dagsferðum þar sem þriðji aðili kemur að skipulagningu getur verið mismunandi eftir rekstraraðilum