Spurt og svarað

Hér fyrir neðan má finna algengar spurningar varðandi Flybus-þjónustuna og svör við þeim.

Ef þú finnur ekki svar við þinni spurningu, endilega sendu okkur línu á main@re.is

Þjónustuverið okkar er opið frá kl. 07.30 – 21.30 alla daga vikunnar. Símanúmerið er 580 5400.

Fluginu mínu seinkar, mun ég missa af Flybus-rútunni?

Nei, Flybus ekur í tengslum við allar komur, líka þegar um seinkun er að ræða. Flybus leggur af stað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar 35-40  mín. eftir lendingu hvers flugs.

Flugið mitt lendir seint um nótt. Get ég samt tekið Flybus?

Já, Flybus ekur í tengslum við allar komur farþegaflugvéla, þ.e. allan sólarhringinn. Flybus leggur af stað frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar 35-40  mín. eftir lendingu hvers flugs.

Hvernig virkar Flybus+?

Flybus+ keyrir frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sérmerktum rútustoppistöðvum, hótelum og gistiheimilum í Reykjavík. Ef keyptur er Flybus+ (return) miði, þá er farþeginn sóttur á sérmerktar rútustoppistöðvar, hótel og gistiheimili á fyrir fram ákveðnum tíma og keyrður á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamenn fara í venjulegri rútu frá flugvellinum en verða að skipta í minni rútur á BSÍ, þaðan er þeim skutlað á sinn stað. Þegar farið er af landi brott, eru þeir sóttir á minni rútum og þurfa að skipta á BSÍ. Ef farþegi vill vera sóttur fyrir flug, verður að bóka það kvöldið áður, annað hvort með því að hringja í 580-5400 eða fá starfsfólk hótelsins til þess að gera það.

Get ég breytt Flybus-bókuninni minni eftir að ég hef bókað á netinu?

Til að breyta Flybus-bókun þarf að senda tölvupóst á netfangiðmain@re.is og þarf bókunarnúmerið að fylgja með. Einnig er hægt að hringja í 580 5400.

Hvenær þarf að taka Flybus-rútuna til að vera kominn tímanlega á flugvöllinn?

Það er mælst til þess að farþegar mæti 2,5-3 klukkutímum fyrir flug og það tekur um 45-50 mínútur að keyra frá BSÍ að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ef farþegi tekur Flybus 3-4 klukkutímum fyrir brottför ætti hann að vera kominn tímanlega á flugvöllinn. 

Sækir Flybus farþega?

Reykjavik Excursions býður farþegum upp á að vera sóttir á sérmerktar rútustoppistöðvar, ákveðin hótel og gistiheimili sem og farfuglaheimili á ákveðnum tímum dagsins en það kostar meira. Til að vera sóttur þarf að bóka það kvöldið áður.

Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að vera tilbúnir og sýnilegir á þeim tíma sem þeir eiga að vera sóttir. Ef ferðamaður missir af rútunni þá verður hann að koma sér sjálfur, á eigin kostnað, á BSÍ áður en Flybus-rútan fer þaðan.

Reykjavik Excursions býður farþegum upp á að vera sóttir á sérmerktar rútustoppistöðvar, ákveðin hótel og gistiheimili, sem og farfuglaheimili á ákveðnum tímum dagsins en það kostar meira. Við mælum með að þeir sem eru í heimagistingu eða á öðrum stöðum sem ekki eru merktir inn á kortin okkar, bóki Flybus-miða frá BSÍ eða frá einni af sérmerktu rútustoppistöðvunum í miðborginni. Það verður að bóka miðann í síðasta lagi kvöldið áður en farið er með því hringja í 580-5400 eða fá hótelstarfsmenn til að hjálpa þér.

Frekari upplýsingar er að finna á þessu korti.

Einnig er hægt að bóka Flybus+ miða á www.flybus.is

Hvar stoppar Flybus?

Á leiðinni til Reykjavíkur stoppar Flybus-rútan í Hafnarfirði og Garðabæ. Ef farþegi vill fara út á þessum stoppistöðvum þarf að láta bílstjórann vita áður en farið er af stað frá flugvellinum.

Aðalstoppistöð Flybus er BSÍ í Reykjavík. Farþegar með Flybus+ miða eru keyrðir þaðan á sérmerktar rútustoppistöðvar, ákveðin hótel og gistiheimili. Farþegar sem eru að fara á tjaldsvæðið í Laugardal eða á innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni, geta einnig nýtt sér þessa þjónustu. Flybus-bílstjórinn mun biðja þig um að skipta yfir í minni rútu á BSÍ.

 

Hvað tekur langan tíma að komast til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar?

Aksturinn frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ og til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar tekur að alla jafnaði 45 mínútur. Veður og umferð geta í einhverju tilfellum seinkað ferðatímanum.

Ég þarf að komast á flugvöllinn. Tek ég Flybus?

Áætlunarferðir Flybus fara frá BSÍ til Flugstöð Leifs Eiríkssonar allan ársins hring, í tengslum við allar brottfarir. Tímataflan sýnir þær brottfarir sem eru í boði.

Reykjavik Excursions býður farþegum að vera sóttir á sérmerktar rútustoppistöðvar, ákveðin hótel, gistiheimili og farfuglaheimili á ákveðnum tímum dags, en það kostar meira. Það verður að bóka miðann í síðasta lagi kvöldið fyrir brottför með því hringja í 580-5400 eða fá hótelstarfsmenn til að hjálpa þér.

Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að vera tilbúnir og sýnilegir á þeim tíma sem þeir eiga að vera sóttir. Ef ferðamaður missir af rútunni þá verður hann að koma sér sjálfur, á eigin kostnað, á BSÍ áður en Flybus-rútan fer þaðan.

 

Er hægt að kaupa Flybus-miða fyrirfram?

Já, það er hægt að kaupa Flybus-miða fyrirfram.

Hvenær þarf ég að taka Flybus-rútuna til að vera kominn tímanlega á flugvöllinn?

Mælt er með að farþegar komi um 2,5-3 klukkustundum fyrir brottför á flugvöllinn. Það tekur um 45-50 mínútur að keyra frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ef farþegi tekur Flybus-rútuna 3-4 klukkutímum fyrir brottför ætti hann að vera kominn tímanlega á flugvöllinn.

Ég er í hjólastól, get ég nýtt mér þjónsutu Flybus?

Við biðjum Flybus-farþega sem eru í hjólastól að hafa senda tölvupóst á þjónustuverið okkar main@re.is með a.m.k. 24 klst. fyrirvara. Fyrirtækið mun leitast við að útvega viðeigandi far til eða frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vinsamlega takið fram hvort um rafmagnshjólastól sé að ræða eður ei.